Akta sjóðir hf. er sjóðastýringarfyrirtæki sem annast rekstur og stýringu verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða fyrir hönd viðskiptavina sinna skv. lögum nr. 128/2011 og lögum nr. 45/2020. Akta sjóðir hf. er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu fyrir rekstur á verðbréfasjóða og sem rekstarfélag sérhæfðra sjóða í skilningi laga nr. 161/2002. Félagið var stofnað árið 2013. Endurskoðandi Akta sjóða hf. er Deloitte ehf.
Akta sjóðir hf. er að stærstum hluta í eigu starfsmanna félagsins. Solo Invest ehf. á 44,60% en Solo er í 100% eigu Arnar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Akta. Mörk Capital ehf. á 9,79% hlutafjár en félagið er í 100% eigu Fannars Jónssonar, sjóðstjóra hjá Akta . Bergholt eignir ehf. eiga 9,79% hlutafjár, en félagið er í 100% eigu Þórhalls Ásbjörnssonar sjóðstjóra hjá Akta . MC2 Invest ehf., félag 100% í eigu Davíð Stefánssonar sjóðstjóra hjá Akta , á 9,79% í Akta sjóðum hf. Sigurður Kr. Sigurðsson á 5,41% hlutafjár. Makkro ehf., félag 100% í eigu Birgis Haraldssonar sjóðstjóra hjá Akta á 1,62% hlutafjár í Akta sjóðum hf. Kvika banki hf. á 19,0% hlutafjár í Akta sjóðum hf.
Agla er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri EQ ehf. Agla er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Agla hefur margþætta reynslu á sviði eignastýringar en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 1996. Hún hefur gegnt starfi sjóðstjóra hjá Glitni sjóðum hf. (2000-2007) og forstöðumennsku og framkvæmdastjórn Íslandssjóða hf. (2008-2012).
Edda Guðrún er lögfræðingur á lögfræðisviði Kviku banka hf. Edda hefur starfað hjá Kviku og forverum bankans frá ársbyrjun 2012 en þar á undan starfaði hún hjá Kaupþingi hf. frá árinu 2010. Edda lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og hlaut réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi árið 2011. Edda lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2014.
Jóhann Gunnar er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Jóhann hefur víðtæka reynslu af rekstri og fjármálum fyrirtækja en hann gengdi starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Isavia, framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og aðstoðarforstjóra hjá Icelandic Group.
Gunnar Örn er lögmaður og eigandi Fish Partner ehf. Hann lauk meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2010.
Fanney er lögfræðingur á lögfræðisviði Kviku banka hf. Fanney lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8 hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. Cookies) til að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun vafrakaka.
Í LAGI