Akta er sjálfstætt starfandi félag á innlendum fjármálamarkaði sem veitir trausta og árangursríka eigna- og sjóðastýringarþjónustu fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Félagið hóf starfsemi árið 2013 með það að markmiði að veita fjárfestum aðgang að framúrskarandi lausnum á sviði eignastýringar.
Akta býður upp á sérsniðnar eignastýringarlausnir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og lögaðila, og fjölbreytt sjóðaúrval sem spannar frá sjóðum fyrir almenna fjárfesta til fagfjárfestasjóða. Áralöng reynsla starfsfólks af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum gerir félaginu kleift að tefla fram fjölbreyttum leiðum fyrir fjárfesta til að ná markmiðum sínum. Ítarleg greiningarvinna á efnahagshorfum og rekstrarhorfum fyrirtækja ásamt virkri eignastýringu eru grunnstoðir fjárfestingastefnu Akta.
Akta sjóðir hf. hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 og sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 116/2021. Starfsleyfi félagsins nær einnig til eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar og móttöku og miðlunar fyrirmæla varðandi fjármálagerninga skv. 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 45/2020. Endurskoðandi félagsins er Deloitte ehf. og vörslufyrirtæki er Kvika banki.
Agla er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri EQ ehf. Agla er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Agla hefur margþætta reynslu á sviði eignastýringar en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 1996. Hún hefur gegnt starfi sjóðstjóra hjá Glitni sjóðum hf. (2000-2007) og forstöðumennsku og framkvæmdastjórn Íslandssjóða hf. (2008-2012).
Daníel er framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála Lucinity Group ehf., en þar á undan var hann yfirlögfræðingur og regluvörður félagsins. Daníel starfaði áður sem lögmaður hjá Regula og Veritas lögmönnum og síðar sem regluvörður Kviku banka hf. Hann var einnig tímabundið yfirlögfræðingur bankans á árinu 2016. Daníel hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hlotið réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi.
Jóhann Gunnar er fjármálastjóri Securitas. Hann er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Jóhann hefur víðtæka reynslu af rekstri og fjármálum fyrirtækja en hann gengdi áður starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Isavia, framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og aðstoðarforstjóra hjá Icelandic Group.
Rakel Eva er stofnandi og framkvæmdastjóri Trail Sjálfbærniráðgöf. Hún hefur víðtæka reynslu á málaflokknum en áður starfaði hún hjá Aspiration, bandarísku fjárfestingarfélagi, þar sem hún sérhæfði sig í kolefnismarkaðnum. Þar áður starfaði Rakel sem forstöðumaður sjálfbærnimála hjá PLAY flugfélagi, sjálfbærnisérfræðingur hjá Marel og ráðgjafi hjá Deloitte. Rakel situr einnig í stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærnimál, Alor ehf. og er stjórnarformaður Laufsins ehf. Hún hefur lokið BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama skóla. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI
Athygli er vakin á að ávöxtunartölur vísa til fortíðar og að árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð.