Akta sjóðir hf. er sjóðastýringarfyrirtæki sem annast rekstur og stýringu sjóða um sameiginlega fjárfestingu fyrir hönd viðskiptavina sinna. Akta sjóðir hf. hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 og sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 116/2021. Þá hefur félagið hlotið aukið starfsleyfi til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og móttöku og miðlum fyrirmæla varðandi fjármálagerninga skv. 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 45/2020. Félagið var stofnað árið 2013. Endurskoðandi Akta sjóða hf. er Deloitte ehf.
Akta sjóðir hf. er að stærstum hluta í eigu starfsmanna félagsins. Solo Invest ehf. á 44,60% en Solo er í 100% eigu Arnar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Akta. Mörk Capital ehf. á 9,79% hlutafjár en félagið er í 100% eigu Fannars Jónssonar, sjóðstjóra hjá Akta . Bergholt eignir ehf. eiga 9,79% hlutafjár, en félagið er í 100% eigu Þórhalls Ásbjörnssonar sérfræðings í eignastýringu hjá Akta . MC2 Invest ehf., félag 100% í eigu Davíð Stefánssonar sjóðstjóra hjá Akta, á 9,79% í Akta sjóðum hf. Makkro ehf., félag 100% í eigu Birgis Haraldssonar sjóðstjóra hjá Akta, á 2,02% hlutafjár í Akta sjóðum hf. Eigin hlutir nema 5,41% hlutafjár. Kvika banki hf. á 18,6% hlutafjár í Akta sjóðum hf.
Agla er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri EQ ehf. Agla er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Agla hefur margþætta reynslu á sviði eignastýringar en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 1996. Hún hefur gegnt starfi sjóðstjóra hjá Glitni sjóðum hf. (2000-2007) og forstöðumennsku og framkvæmdastjórn Íslandssjóða hf. (2008-2012).
Daníel er yfirlögfræðingur og regluvörður Lucinity Group ehf. Daníel starfaði sem lögmaður hjá Regula og Veritas lögmönnum og síðar sem regluvörður Kviku banka hf. Hann var einnig tímabundið yfirlögfræðingur bankans á árinu 2016. Daníel hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hlotið réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi.
Jóhann Gunnar er fjármálastjóri Securitas. Hann er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Jóhann hefur víðtæka reynslu af rekstri og fjármálum fyrirtækja en hann gengdi áður starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Isavia, framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og aðstoðarforstjóra hjá Icelandic Group.
Gunnar Örn er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann lauk meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2010.
Rakel Eva er framkvæmdastjóri sjálfbærnimála hjá Seven Glaciers. Hún hefur víðtæka reynslu á málaflokknum en hún starfaði áður sem forstöðumaður sjálfbærnimála hjá PLAY flugfélagi, sjálfbærnisérfræðingur hjá Marel og ráðgjafi hjá Deloitte. Rakel situr einnig í stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærnimál og Alor ehf. Hún hefur lokið BS námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama skóla. Þá hefur hún lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8 hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI