Akta býður upp á eignastýringu fyrir efnameiri einstaklinga og lögaðila, svo sem fyrirtæki, sjóði og stofnanir, með árangur og fagmennsku að leiðarljósi.
Fjárfestingastefna er sniðin að þörfum og markmiðum hvers viðskiptavinar.
Sérfræðingar Akta með víðtæka reynslu af fjármálamörkuðum halda utan um eignasafn viðskiptavinar og stýra safninu í samræmi við setta fjárfestingastefnu.
Viðskiptastjóri tekur allar ákvarðanir um kaup og sölu eigna fyrir hönd viðskiptavinar í samræmi við fjárfestingastefnu sem mótuð hefur verið í samráði við viðskiptavininn.
Viðskiptavinur er virkur fjárfestir og tekur flestar, þó ekki allar, fjárfestingaákvarðanir. Viðskiptastjóri ráðleggur, veitir upplýsingar um stöðu markaða og framkvæmir kaup og sölu.