Starfsfólk

Birgir Haraldsson

Sérfræðingur

Birgir starfar sem sérfræðingur á sviði blandaðra sjóða hjá Akta. Birgir hefur yfir 10 ára starfsreynslu á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Hann starfaði áður í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance. Á árunum 2010-2019 starfaði Birgir sem alþjóðasérfræðingur í New York og Genf í Sviss. Þar starfaði hann fyrir vogunarsjóðina Caxton Associates og Harness Investment Group, fjárfestingarbankann Jefferies Financial Group og greiningarfyrirtækið Nightberg. Birgir er með M.A. gráðu í hagfræði frá New York University og B.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Davíð Stefánsson

Sjóðstjóri

Davíð starfar sem sjóðstjóri hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða hjá Akta. Davíð hefur 9 ára reynslu á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Hann starfaði áður hjá PJT Partners í London í fyrirtækjaráðgjöf og fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Árin 2014 til 2015 starfaði Davíð í fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka og í fyrirtækjaráðgjöf og greiningardeild Arion banka árin 2010 til 2013. Davíð er með B.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóðafjármálum frá HEC Paris. Þá hefur Davíð lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Fannar Jónsson

Sjóðstjóri

Fannar starfar sem sjóðstjóri Akta Stokks og fagfjárfestasjóða hjá Akta. Fannar hefur yfir 10 ára starfsreynslu á íslenskum fjármálamarkaði. Hann starfaði áður hjá Straumi fjárfestingabanka og síðar Kviku banka fram á mitt ár 2016 sem sjóðstjóri. Áður starfaði hann í greiningardeild Arion banka við fyrirtækjagreiningar frá 2009 til 2014. Fannar er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Investment Management frá Cass Business School. Þá hefur Fannar lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Rósa Kristinsdóttir

Lögfræðingur

Rósa Kristinsdóttir er lögfræðingur og regluvörður Akta. Hún hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri Framtíðarinnar lánasjóðs hf., sem sérfræðingur á bankasviði Kviku banka og sem fulltrúi hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Rósa hefur lokið BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigurður Kristján Sigurðsson

Sérfræðingur

Sigurður starfar sem sérfræðingu hjá Akta. Sigurður hefur yfir 14 ára starfsreynslu á íslenskum fjármálamarkaði. Hann starfaði áður hjá GAMMA Capital Management og MP Banka. Sigurður er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. í fjármálum frá Háskólanum á Bifröst.

Þórhallur Ásbjörnsson

Sjóðstjóri

Þórhallur starfar sem sjóðstjóri skuldabréfasjóða hjá Akta. Þórhallur hefur yfir 12 ára starfsreynslu á íslenskum fjármálamarkaði. Þórhallur starfaði hjá Gildi lífeyrissjóði sem sérfræðingur í eignastýringu frá árinu 2010 til ársbyrjunar 2017. Áður starfaði hann í greiningardeild Kaupþings, síðar Arion banka, við efnahagsgreiningu á árunum 2006 til 2010. Þórhallur er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Örn Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri

Örn Þorsteinsson er framkvæmdastjóri og jafnframt sjóðstjóri hjá Akta. Hann hefur yfir 18 ára reynslu af eigin fjárfestingum. Örn starfaði frá árinu 2007 til ársins 2013 fyrir fjárfestingafélagið 9.S ehf. Árið 2013 hóf hann störf hjá Straumi fjárfestingabanka, síðar Kviku banka, sem sjóðstjóri. Örn hefur lokið Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.