Akta Atlas fjárfestir að meginstefnu til í hlutabréfum,afleiðum og innlánum og eru eignir sjóðsins að mestu eða öllu leyti erlendar.
Sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum og er þaðmarkmið sjóðsins að hlutabréfaáhætta sé á bilinu 70-130% af hreinum eignum,allt eftir sýn sjóðsstjóra á vænta þróun á hlutabréfamarkaði. Sjóðurinn kann aðbeita gjaldeyrisvörnum meti sjóðsstjóri það sjóðnum til hagsbóta.
Sjóðurinn hentar fjárfestum sem vilja fjárfesta til langstíma, kjósa virka stýringu og þola miklar sveiflur í ávöxtun. Gengi sjóðsins erlíklegt til að sveiflast umfram helstuhlutabréfavísitölur auk þess sem frávik í sveiflum getur orðið umtalsvert.
Gengi
Stofndagur
Rekstraraðili
Árleg umsýsluþóknun
Viðmið*
Kaup/Innlausn
ISIN
-2.9.2020
Akta sjóðir hf.
1,25%
MSCI ACWI ISK*
T+3
IS0000031946
Stærð (í m.kr.)**
Lágmarkskaup
Rekstrarform
Árangurstengd þóknun
Gengismunur
Viðmiðunartími
Bloomberg
448,2
10.000 kr.
Fjárfestingarsjóður
20% umfram viðmið
1,0%
12:00
-
*MSCI ACWI Net Total Return USD Index (í ISK)
**Miðað við 28.02.2023
Skráðu þig á póstlista Akta Atlas.
Birgir starfar sem sjóðstjóri á sviði skuldabréfa- og blandaðra sjóða hjá Akta. Birgir hefur yfir 12 ára starfsreynslu á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum. Á árunum 2010-2019 starfaði Birgir sem alþjóðasérfræðingur í New York og Genf í Sviss. Þar starfaði hann fyrir vogunarsjóðina Caxton Associates og Harness Investment Group, fjárfestingarbankann Jefferies Financial Group og greiningarfyrirtækið Nightberg. Birgir starfaði einnig í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance. Birgir er með M.A. gráðu í hagfræði frá New York University og B.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Birgir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Davíð starfar sem sjóðstjóri hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða hjá Akta. Davíð hefur yfir 12 ára reynslu á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. Hann starfaði áður hjá PJT Partners í London í fyrirtækjaráðgjöf og fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Árin 2014 til 2015 starfaði Davíð í fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka og í fyrirtækjaráðgjöf og greiningardeild Arion banka árin 2010 til 2013. Davíð er með B.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóðafjármálum frá HEC Paris. Þá hefur Davíð lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Fannar starfar sem sjóðstjóri Akta Stokks og fagfjárfestasjóða hjá Akta. Fannar hefur yfir 12 ára starfsreynslu á innlendum fjármálamarkaði. Hann starfaði áður hjá Straumi fjárfestingabanka og síðar Kviku banka fram á mitt ár 2016 sem sjóðstjóri. Áður starfaði hann í greiningardeild Arion banka við fyrirtækjagreiningar frá 2009 til 2014. Fannar er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Investment Management frá Cass Business School. Þá hefur Fannar lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Aðilar geta beint fyrirmælum um kaup eða sölu í sjóðum Akta til síns viðskiptabanka. Allar almennar fyrirspurnir um sjóði skulu berast til Akta sjóða. Athugið að gjald fyrir afgreiðslu fer eftir verðskrá viðkomandi banka.
Akta sjóðir
Sími: 585 6800
Netfang: sjodir@akta.is
Arion banki
Verðbréfaþjónusta
Sími: 444-7000
Netfang: radgjof@arionbanki.is
Íslandsbanki
Verðbréfaráðgjöf
Sími: 440-4000
Netfang: verdbref@islandsbanki.is
Kvika banki
Verðbréfaþjónusta
Sími: 540-3200
Netfang: sjodir@kvika.is
Landsbankinn
Verðbréfaráðgjöf
Sími: 410-4040
Netfang: vl@landsbankinn.is